Slökkviliðsmaður grunaður um að hafa kveikt elda sem tóku 137 líf

Bifreiðar og heimili brenna í eldunum í Viña del Mar …
Bifreiðar og heimili brenna í eldunum í Viña del Mar í Síle 2. febrúar á þessu ári. AFP/Javier Torres

Slökkviliðsmaður var handtekinn í dag í Síle, grunaður um að hafa kveikt eld sem varð 137 manns að bana í borginni Viña del Mar.

„Handtökuskipun var gefin út í dag fyrir einstaklinginn sem kveikti eldinn í febrúar í Valparaiso-landsvæðinu," sagði lögreglustjórinn Eduardo Cerna á blaðamannafundi.

Slökkviliðsmaðurinn er 22 ára gamall og hóf störf við 13. sveit slökkviliðsins í Valparaiso fyrir einu og hálfu ári síðan.

Quilpue í Valparaiso í Síle eftir eldanna í febrúar.
Quilpue í Valparaiso í Síle eftir eldanna í febrúar. AFP/Rodrigo Arangua

Eldhaf í hitabylgju

Eldur braust út á mörgum stöðum á sama tíma 2. febrúar í nágrenni hafnarborgarinnar Viña del Mar, um 110 kílómetrum frá höfuðborginni Santiago.

Eldurinn breiddist hratt úr vegna vinda og lofthita, en um það bil 40 stiga hiti var víða á svæðinu vegna hitabylgju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert