Skutull leggst í dvala

Gísli Hjartarson með jólablað Skutuls.
Gísli Hjartarson með jólablað Skutuls. mynd/Bæjarins besta

Skutull, málgagn alþýðuflokksmanna á Ísafirði, fagnar áttugasta árgangi en það hóf göngu sína 1923. Gísli Hjartarson, ritstjóri, sótti jólablaðið í prentsmiðju á Ísafirði í gær og segir það síðasta Skutulinn, að minnsta kosti að sinni. „Nú leggst blaðið í dvala en það er hægt að vekja það upp ef á þarf að halda í framtíðinni. Ef pólitískar aðstæður í landinu kalla á þá mun Skutull ganga aftur,“ segir Gísli sem hefur ritstýrt blaðinu síðustu 14 árin.

Meðal ritstjóra Skutuls á áttatíu ára göngu þess eru margir nafntogaðir stjórnmálaleiðtogar m.a. Hannibal Valdimarsson, Vilmundur Jónsson landlæknir og Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra og formaður Alþýðuflokksins svo fáeinir séu nefndir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert