Sjópróf vegna Axels í dag

Flutningaskipið Axel í þurrkví Slippsins Akureyri.
Flutningaskipið Axel í þurrkví Slippsins Akureyri. mbl.is/Skapti

Sjópróf fara fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna flutningaskipsins Axels, sem strandaði á dögunum við Hornafjarðarós. Sjóprófin fara fram að ósk Tryggingamiðstöðvarinnar, sem tryggði farminn.

Skipið er nú í þurrkví Slippsins Akureyri þar sem bráðabirgðaviðgerð fer fram. Gert er ráð fyrir því að skipinu verði siglt utan til endanlegrar viðgerðar eftir að það er orðið sjóhæft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert