Hættuástandi aflétt

mbl.is

Öllu hættuástandi í Fossvogi, vegna sprengju sem þar fannst í dag, hefur verið aflétt, segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sprengjan var gerð óvirk og flutt á brott.

Sprengjan fannst í húsgrunni við Furugrund í Kópavogi. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 13.22 um járnhlut sem líklega væri sprengja. Í ljós kom að um var að ræða gamla flugvélasprengju frá síðari heimsstyrjöld.

Töluverður viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs, sprengjufræðinga ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar var á vettvangi.  Á fjórða tímanum var búið að gera sprengjuna óvirka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert