Kvikmyndaskólanemar í setuverkfall

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands.
Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands. mbl.is/Golli

Um 40 nemendur Kvikmyndaskóla Íslands eru nú mættir í anddyri húsnæðis mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Sölvhólsgötu í setuverkfall. Fram kemur í tilkynningu til fjölmiðla að ætlunin sé að yfirgefa ekki húsnæðið fyrr en lausn sé fengin í málefnum skólans.

Ráðuneytið komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Kvikmyndaskóli Íslands uppfyllti ekki skilyrði viðurkenningar um rekstrarhæfi.

Í samtali við mbl.is segir Ari Birgir Ágústsson, talsmaður nemendanna í setuverkfallinu, að krafan sé einföld: að séð verði til þess að skólinn geti starfað áfram eins og til hafi staðið.

„Þetta snýst ekki lengur um peninga, þetta snýst greinilega bara um pólitík,“ segir Ari um afstöðu stjórnvalda til málsins.

Nemendurnir hafa nú verið í anddyrinu í tæpan hálftíma að sögn Ara og hefur enn sem komið er ekki verið stuggað neitt við þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert