Botninn að detta úr loðnuveiðinni

Heimaey dælir úr nótinni á Ísleifi. Heimaey er nýjasta skipið …
Heimaey dælir úr nótinni á Ísleifi. Heimaey er nýjasta skipið í flotanum, en Ísleifur er eitt af elstu loðnuskipunum í flotanum. Ljósmynd/Atli Eggertsson

Lítil loðnuveiði hefur verið um helgina, en svo virðist sem búið sé að veiða það úr vestangöngunni sem hægt er að ná.

Loðnuskipin er flest suður af Snæfellsnesi. Ólafur Einarsson, skipstjóri á Heimaey, segir að botninn sé dottinn úr veiðinni. Loðnan sé dreifð og mikið þurfi að hafa fyrir veiðinni. Hann vill þó ekki fullyrða að vertíðin sé búin. Skipin séu enn að.

Mjög gott veður hefur verið á miðunum síðustu daga.

Skilaverðmæti loðnuafurða frá Íslandi á yfirstandandi vertíð gæti numið um 35 milljörðum króna. Hlutur Íslendinga í loðnukvótanum var nú 461 þúsund tonn. Búið var að veiða yfir 400 þúsund tonn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert