Sérsveitin aldrei gripið til vopna

Vopnaðir menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra eru komnir á svæðið.
Vopnaðir menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra eru komnir á svæðið. mbl.is/Rósa Braga

Atburðir næturinnar í Hraunbænum, þar sem karlmaður hleypti af fjöldamörgum skotum á lögreglu- og sérsveitarmenn, eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi.

Í tilraunum sérsveitarmanna til að yfirbuga manninn skaut hann ítrekað að sérsveitarmönnum. Eftir að hafa sært tvo þeirra, annan með því að skjóta í skjöld hans en hinn með því að hleypa af skotum að höfði hans, var hann felldur.

Annar lögreglumaðurinn féll við og datt niður stiga, en hinn fékk högl í andlit og aðra höndina. Báðir lögreglumennirnir leituðu læknishjálpar á bráðamóttöku, en aðeins eftir að hafa fundað með yfirmönnum lögreglunnar eftir að aðgerðum lauk.

Aldrei beitt skotvopnum á vettvangi

Sérsveit ríkislögreglustjóra, stofnuð árið 1982, hefur aldrei áður þurft að grípa til þess neyðarráðs að beita skotvopnum sínum á vettvangi, þó svo hún hafi margoft verið kölluð til í þeim tilgangi að yfirbuga menn, ýmist vopnaða skot- eða eggvopnum. Hins vegar kom fram í máli Jóns Bjartmarz, yfirmanns sérsveitarinnar, að sérsveitin hafi skotið gasi í aðgerðum sínum.

Frá ársbyrjun 2009 hefur sérsveitin haft í nógu að snúast. Strax 2. janúar gaf sig fram maður sem leitað hafði verið að þann daginn vegna vopnaburðar. Ekki kom til átaka og gaf maðurinn sig fram og afhenti lögreglu skotvopnið mótþróalaust. Daginn eftir kom í ljós að um 16 ára pilt var að ræða, sem hafði tekið skotvopn föður síns ófrjálsri hendi. Byssan var hlaðin.

Í apríl var sérsveitin kölluð til vegna ölvaðs manns á Akranesi. Maðurinn var vopnaður og höfðu aðstandendur áhyggjur af öryggi hans.

Í lok mars var sérsveitin svo enn kölluð til vegna manns sem gekk um í Skeifunni vopnaður skammbyssu. Þegar sérsveitin handtók manninn veitti hann ekki mótspyrnu, og í ljós kom að skammbyssan var óhlaðin. Í frétt mbl.is um atvikið segir meðal annars: „Maðurinn hafði ekki haft í hótunum við fólk en lögregla tók þó á málið af fullri alvöru. Svo virðist sem um einhvers konar vitleysisgang hafi verið að ræða en maðurinn sagðist hafa verið á leið á grímuball.“

Þá var vopnaður maður handtekinn með aðstoð sérsveitarinnar á Barðaströnd er hann gekk þar berserksgang, vopnaður skotvopni.

Skaut á hurð

Í nóvember árið 2009 var sérsveitin svo kölluð til þar sem maður með lambhúshettu, vopnaður haglabyssu, bankaði upp á í húsi í Seljahverfi í Breiðholti á fjórða tímanum aðfaranótt sunnudags og hóf skothríð þegar íbúi kom til dyra. Eftir því sem lögreglan kemst næst lokaði húsráðandi dyrunum um leið og hann sá byssumanninn en sá skaut fjórum til fimm haglaskotum í útihurðina og í glugga við hlið hennar.

Í desember sama ár var umsátursástand við hús í Reykjanesbæ þegar lögreglan á Suðurnesjum kallaði til sérsveitina vegna byssuhótana, en eftir um hálftíma umsátur um íbúðina þar sem meintir byssumenn héldu til gáfu þeir sig fram við lögreglu. Þeir voru þá án skotfæra.

Á aðfangadag 2010 var sérsveitin kölluð til eftir að skotið hafði verið úr haglabyssu á hurð við Ásgarð í Bústaðahverfi. Árásin var talin tengd undirheimum.

Sérsveitin þurfti enn að mæta á vettvang vegna íransks hælisleitanda sem hótaði að kveikja í sér á skrifstofum Rauða krossins. Mikil hætta skapaðist og mjög illa hefði getað farið.

Í nóvember 2011 var sérsveitin svo kölluð til vegna skotárásar í Bryggjuhverfinu. Árásin var talin til marks um aukna hörku í undirheimum.

Sprengjudeild við Stjórnarráðið

Undir lok janúarmánaðar á síðasta ári var tilkynnt um sprengju við Stjórnarráðið. Ekki reyndist hins vegar um sprengju að ræða.

Í febrúar 2012 þurfti sérsveitin að takast á við mann í Reykjanesbæ, sem tók á móti þeim vopnaður hnífi. Maðurinn reyndist hafa skotvopn, hnífa og sprengiefni í íbúð sinni. Maðurinn gekk undir nafninu Facebook-maðurinn eftir að ábending frá árvökulum notanda samfélagssíðunnar Facebook leiddi til þess að maðurinn var handtekinn. Lögregla fékk ábendingu um undarlegt háttalag mannsins á opinni Facebook-síðu hans. Lögreglumenn tóku ábendinguna strax alvarlega og fóru yfir efnið á síðunni.

Í júní sama ár afvopnaði sérsveitin svo mann í austurborginni, en sá hafði verið á gangi í íbúðahverfi með haglabyssu á lofti. Vopnið reyndist vera eftirlíking.

Í ágúst í fyrra var svo byssumaður handtekinn í Garðabæ eftir að hleypt hafði verið af skotvopni í íbúðarhúsi við Sunnuflöt. Maðurinn reyndist hafa verið vopnaður stórum og öflugum veiðiriffli. Engan sakaði, en um 30 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni.

Vopnað rán í miðbænum

Sérsveitin kom svo við sögu í ránsmáli í sjoppu við Grundarstíg, þar sem vopnað rán var framið seint um kvöld.

Á nýársdag var sérsveitin svo kölluð til vegna vopnaðs manns í Hafnarfirði. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að maður í húsinu var vopnaður haglabyssu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á staðinn og handtók hún manninn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu. Haglabyssan reyndist óhlaðin.

Frá blaðamannafundi lögreglunnar í dag.
Frá blaðamannafundi lögreglunnar í dag. mbl.is/Júlíus
Lögreglan á vettvangi í morgun.
Lögreglan á vettvangi í morgun. Rósa Braga
Byssumaðurinn borinn á sjúkrabörum í sjúkrabíl í morgun.
Byssumaðurinn borinn á sjúkrabörum í sjúkrabíl í morgun. mbl.is
Aðgerðabifreiðar sérsveitar RLS. Myndin er fengin úr myndasafn RLS
Aðgerðabifreiðar sérsveitar RLS. Myndin er fengin úr myndasafn RLS mbl.is/rls
Íbúi í nágrenni hússins sem vopnaði maðurinn er í sendi ...
Íbúi í nágrenni hússins sem vopnaði maðurinn er í sendi mbl.is þessa mynd af sérsveitarmönnum á vettvangi. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »

Hagsmunir tryggðir óháð þjóðerni

17:40 Ráðherra ferðamála telur ekki þörf á að setja upp sérstakar hindranir varðandi eignarhald í ferðaþjónustu, en segir að tryggja verði almenningi ákveðið endurgjald vegna starfsemi fyrirtækja á landi í almannaeigu og nýtingar á auðlindum. Meira »

Björgunaræfing við krefjandi aðstæður

17:19 Samhliða æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, ákvað Landhelgisgæslan og danski heraflinn að efna til sameiginlegrar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. Meira »

Fjölmennt herlið æfði í Keflavík

17:14 „Fyrsta verk landgönguliðanna er að setja upp öryggissvæði. Þegar því er lokið er hægt að flytja inn meira herlið, ef nauðsyn krefur, en á þessari æfingu er markmiðið að æfa flutning á hermönnum frá hafi og tryggja í kjölfarið lendingarsvæðið,“ segir Misca T. Geter, undirofursti hjá landgönguliði Bandaríkjahers, í samtali við mbl.is. Meira »

Neitaði að draga ummæli sín til baka

16:56 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á það í ræðu sinni um störf þingsins á Alþingi í dag að Ásmundur Friðriksson gæfi skýringar á og drægi til baka ummæli sín þess efnis að Píratar hefðu bendlað hann við SS-sveitir þýskra nasista og kallað hann SS-mann. Meira »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

15:57 Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

14:58 Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

14:41 Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...