Lúsmý lætur aftur á sér kræla

Lúsmý.
Lúsmý. Erling Ólafsson

Lúsmý sem herjaði á landann síðasta sumar hefur aftur látið á sér kræla í ár. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir lúsmýið á svipuðum slóðum í ár og það var í fyrra, en ekki sé sama sprengja í fjölgun þess nú og var þá.

Frétt mbl.is: Lúsmý herjar á Ísland

„Það er vegna þess að sumarið í fyrra kom allt í einu. Það var ekki fyrr en í lok júní sem það fór að verða flugveður fyrir skordýr. Þá komu þær allar í einu, en núna kom þetta fyrr og jafnar inn og fjöldinn ekki eins gríðarlegur.“ Erling segir heildarfjöldann vera svipaðan og í fyrra, en í ár dreifist hann betur. „Það eru ekki allir að ryðjast inn á völlinn samtímis, það er ekki eins og það sé verið að opna inn á fótboltaleik í ár. Það var þannig í fyrra.“

Lúsmýið var ekki að nema land hér í fyrra og er að öllum líkindum komið til vera, en veðurfar síðasta árs er líkleg ástæða þess mikla fjölda sem braust fram í fyrra. Lúsmýið er þó enginn nýliði í skordýrafánu landsins. „Þetta byrjaði ekkert í fyrra, það voru bara einstakar aðstæður sem gerðu það að verkum að þetta uppgötvaðist. En núna vitum við hvað er að gerast. Þetta sést andskotann ekkert, það er vandamálið. Menn hafa verið bitnir fram að þessu en án skýringar.“

Frétt mbl.is: Ráðleggingar um mý og mýbit

Húðlæknastöðin hefur á vef sínum ýms­an fróðleik tengd­an mýbit­um. Flest bend­ir til þess að ekki sé neinn mun­ur á því hve oft fólk er bitið held­ur hvernig þeir sem eru bitn­ir svara bit­inu. Þeir sem svara bit­um heift­ar­lega hafa myndað eins kon­ar of­næmi gegn eggja­hvítu­efn­um sem mýið skil­ur eft­ir í húðinni. Al­geng­ustu ein­kenn­in eru rauðar ból­ur eða hnút­ar sem fólk klæj­ar í.

Í flest­um til­vik­um ganga ein­kenn­in yfir á nokkr­um dög­um en ef viðkom­andi ein­stak­ling­ur er með slæmt of­næmi geta mynd­ast blöðrur í húðinni. Ef bit­in eru mörg eða svör­un­in kröft­ug getur fylgt því slapp­leiki eða hiti.

mbl.is