Íhugar kæru til Mannréttindadómstóls

BYKO og Húsasmiðjan.
BYKO og Húsasmiðjan. mbl.is

Geir Gestsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fyrrverandi starfsmanns byggingavöruverslunarinnar BYKO sem var sakfelldur í Hæstarétti Íslands, segir að til greina komi að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann dóminn koma mjög á óvart, ekki síst í ljósi fyrri úrlausna samkeppnisyfirvalda. Grundvallaratriði sé að fyrirtækin skiptust á upplýsingum sem þegar voru opinberar.

Frétt mbl.is: Í fangelsi fyrir verðsamráð

Geir segir mikilvægt í samkeppni að kanna verð hjá samkeppnisaðilum. Dómur Hæstaréttar setji í uppnám hvernig slíkar verðkannanir séu framkvæmdar á Íslandi.

Frétt mbl.is: Kom á óvart og veldur vonbrigðum

Alls voru sex starfs­menn BYKO og Húsa­smiðjunn­ar dæmdir í Hæstarétti fyr­ir refsi­vert verðsam­ráð í störf­um sín­um á ár­un­um 2010 til 2011.

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir í mars árið 2011, en all­ir neituðu þeir sök í fyrstu.

mbl.is