Sýnataka á 20 stöðum við strandlengjuna

Skólpstöðin við Faxaskjól.
Skólpstöðin við Faxaskjól. mbl.is/Golli

Sýnataka mun fara fram á 20 stöðum meðfram strandlengjunni í Reykjavík í dag. Á flestum stöðum er það samkvæmt hefðbundnu eftirlitsferli heilbrigðiseftirlitsins en að auki hefur nokkrum stöðum verið bætt við tímabundið vegna skólpmengunar frá skólpstöðinni í Faxaskjóli sem er biluð.

Neyðarlúga skólpstöðvarinnar er enn lokuð og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær viðgerðir munu hefjast. Þá liggja fyrir niðurstöður úr mælingum saurkólígerlamengunar úr sýnum sem tekin voru í Nauthólsvík í gær, sunnudaginn 16. júlí, og er gildið 90/100. Það er innan viðmiðunarmarka en ögn hærra en daginn áður þegar gildið var 79/100.

Mælingar í Nauthólsvík fóru úr 1100/100 13. júlí í 99/100 saurkólígerla í sýni 14. júlí sem er mun hærra en venjulegt þykir í Nauthólsvík. „Þessar tölur í Nauthólsvíkinni komu okkur ofboðslega mikið á óvart, við höfum aldrei séð svona tölur,“ segir Rósa Magnúsdóttir, umhverfisstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Óvenjuhátt gildi í Nauthólsvík

„Þetta er bara hefðbundinn sýnatökustaður þar sem við höfum verið að taka sýni í gegnum tíðina og alltaf verið í mjög góðu lagi,“ bætir Rósa við. Hún segir gildin yfirleitt hafa verið á bilinu 0-5/100 en allt í einu hafi það rokið upp í 1.100/100. Gildið hefur þó lækkað talsvert síðan það mældist hæst er enn þá talsvert hærra en venjulega. Verið er að kanna uppsprettu mengunarinnar í Nauthólsvík.

Ástæða þótti til að taka sýni í lóni Ylstrandarinnar í Nauthólsvík vegna þessa en sýni í miðju lóninu sýndu 2/100 saurkólígerla í 100 millilítrum miðað við niðurstöður sem lágu fyrir í gær og er það vel undir mörkum fyrir baðstaði. 

Bráðabirgðaniðurstaðna, úr mælingunum sem gerðar verða í dag, má vænta á morgun en lengri tíma tekur að fá staðfestar tölur. Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast daglega með Nauthólsvík auk þess að fylgjast með strandlengjunni við Faxaskjól, Ægisíðu og Skeljanes. Niðurstöður eru birtar jafnóðum á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Hafa hreinsað fjöruna og lúgan áfram lokuð

Í síðustu viku var ráðist í hreinsun fjörunnar við dælustöðina við Faxaskjól en þegar neyðarloka var tekin upp til viðgerða í júní var skólpi sleppt í sjó og fylgdi því nokkurt magn af rusli sem skolaði upp í fjöru. „Við erum búin að fara nokkrum sinnum yfir þetta svæði og tína það sem er sjáanlegt eins og hægt er,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, í samtali við mbl.is.

Enn eru bilanir í skólpstöðinni sem þarf að gera við og sem stendur verður neyðarloka skólpstöðvarinnar áfram lokuð. „Það er engin ákvörðun komin enn, hvenær við ráðumst í þetta. Hún er bara enn þá lokuð,“ segir Ólöf.

mbl.is

Innlent »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »
flottur furu hornskápur ódýr
er með flottan furu hornskáp á 25,000.kr sími 869-2798...
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...