Vilja að Símon víki í Stím-máli

Lárus Welding og Óttar Pálsson.
Lárus Welding og Óttar Pálsson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Umbjóðandi minn krefst þess að Símon Sigvaldason dómari víki sæti við endurtekna meðferð málsins,“ sagði Óttar Páls­son hæsta­rétt­ar­lögmaður fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag þar sem munn­leg­ur mál­flutn­ing­ur fer fram í svo­nefndu Stím-máli, en Óttar er verj­andi Lárus­ar Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóra Glitn­is banka, sem er einn ákærðra í mál­inu.

Þrír sak­born­ing­ar í mál­inu voru dæmd­ir í fang­elsi í des­em­ber árið 2015, frá 18 mánuðum upp í 5 ár. Málið er eitt af hinum svo­kölluðu hrun­mál­um og teng­ist 20 millj­arða króna láni bank­ans til fé­lags­ins Stím til kaupa hluta­bréfa í Glitni og FL Group, en FL var á þess­um tíma stærsti hlut­hafi Glitn­is.

Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms í málinu snemma í sumar en rétturinn vísaði til þess að Sig­ríði Hjaltested, dóm­ara í mál­inu, hafi brostið hæfi til að dæma í mál­inu. Sig­ríður sagði sig frá öðru hrun­máli sem Hæstirétt­ur seg­ir hliðstætt þessu máli. Það gerði hún vegna tengsla þess við fyrr­ver­andi eig­in­mann sinn og barns­föður.

Í dómi Hæsta­rétt­ar kom fram að Sig­ríður hafi á þeim tíma sem hún dæmdi í Stím-mál­inu vitað um stöðu fyrr­ver­andi eig­in­manns síns. Stuttu áður en dóm­ur féll í Stím-mál­inu var önn­ur ákæra gef­in út gegn stjórn­end­um Glitn­is í svo­kölluðu markaðsmis­notk­un­ar­máli bank­ans. Sagði Sig­ríður sig frá því þar sem hana skorti hæfi til að dæma í mál­inu og vísaði hún til þess að eig­inmaður sinn hafi verið starfsmaður bank­ans og með stöðu sak­born­ings í öðrum mál­um. 

Vakti þetta at­hygli verj­anda í Stím-mál­inu sem komu tengsl­un­um á fram­færi við rík­is­sak­sókn­ara sem sagðist ekki telja þetta ástæðu til að fara fram á ógild­ingu. Gerðu verj­end­ur það því fyr­ir Hæsta­rétti þegar málið var tekið þar fyr­ir.

Á litla möguleika ef sömu dómarar dæma aftur

Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, sagði það eina af kröfum umbjóðenda síns sem sneri að því að Símon skyldi víkja sæti í málinu. Hann hafi ekki upplýst verjanda um stöðu Sigríðar en hún hafi sérstaklega upplýst hann um stöðu mála.

„Með þessu stuðlaði dómsformaður að því að vanhæfur dómari tók þátt í máli gegn umbjóðenda mínum og kvað upp áfellisdóm yfir honum,“ sagði Óttar og bætti við að málsmeðferðin hefði verði haldin svo miklum annmörkum í fyrra skiptið að ómögulegt væri að sömu dómarar myndu dæma aftur.

„Umbjóðandi minn á erfitt með að sjá að hann eigi nokkurn möguleika við endurtekið mál ef tveir af þremur dómurum sem dæmdu í héraði sitja þar aftur,“ sagði Óttar. 

Enn fremur bætti hann því við að dómarinn hefði þrívegis áður dæmt Lárus sekan í öðrum málum. Í einu þeirra hefði hann verið sýknaður í Hæstarétti, annað málið hefði verið ómerkt og þriðja bíði þess að verða tekið fyrir í Hæstarétti.

„Erfitt er að útiloka að þessi fjöldi mála torveldi dómara að líta hlutlaust á málin. Enginn á að sætta sig við að niðurstaða í máli hans sé fyrirfram ráðin.“ 

mbl.is

Innlent »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Er þetta ekki bara frekja?

11:00 Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við vandann. Streymt verður beint frá fundinum. Meira »

Varð úti á Sólheimasandi

11:00 Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar. Meira »

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

Guðni í hestvagni konungs

10:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

10:04 Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

18 milljónir til flóttakvenna

09:25 UN Women á Íslandi hefur fært griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfnuðust í neyðarsöfnun og jólagjafasölu landsnefndarinnar. Meira »

Tveir fluttir á bráðamóttöku

09:20 Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á bráðamóttöku í morgun eftir árekstur á Álftanesi um áttaleytið í morgun.  Meira »

42 kg af hörðum efnum

08:55 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 42 kíló af hörðum fíkniefnum í 46 fíkniefnamálum í fyrra. Einn var með eitt kíló af kókaíni í 106 pakkningum innvortis. Meira »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

07:57 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

„Skemmtilegi karlinn í sjónvarpinu“

08:59 Frá árinu 1985 hefur Örn Árnason leikið Davíð Oddsyni og er túlkun hans löngu orðin landsfræg. Fáir hafa eytt jafn miklum tíma í að stúdera Davíð og hans framkomu undanfarna áratugi. Meira »

Bieber-áhrif í Fjaðrárgljúfri

08:18 Ferðamönnum sem komu í Fjaðrárgljúfur sem er skammt vestur af Kirkjubæjarklaustri hefur fjölgað um 82 % milli áranna 2016 og 2017. Meira »

Tillaga sjálfstæðismanna felld

07:37 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...