Með áhyggjur af stuttum viðbragðstíma

Frá fundinum í Hofgarði í kvöld
Frá fundinum í Hofgarði í kvöld Ljósmynd/Aðsend

Á annað hundrað manns mættu á íbúafund sem var haldinn í Hofgarði í Öræfum vegna Öræfajökuls. Vísindamenn fóru yfir stöðuna og Lögreglan á Suðurlandi kynnti vinnu vegna neyðarrýmingaráætlunar sem var gefin út fyrir helgi.

Óvissustig er í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli síðustu daga.

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/RAX

Að sögn Rögnvalds Ólafssonar, verkefnastjóra hjá almannavörnum, var einnig kynnt vinna sem er framundan varðandi hina hefðbundnu rýmingaráætlun og mikilvægi góðrar samvinnu á milli viðbragðsaðila á svæðinu og heimamanna.

Jafnframt var kynnt rafræn könnun sem lögreglan ætlar að senda íbúum á svæðinu á næstunni þar sem spurt verður út í hvernig útvarpssendingar eru á þeirra heimili, símasamband og fleira í þeim dúr.

Niðurstaðan verður notuð til að hjálpa til við gerð rýmingar-  og viðbragðsáætlunar.  

Ljósmynd/Aðsend

Rögnvaldur segir að engar stórar athugasemdir hafi verið gerðar við neyðarrýmingaráætlunina. „Það var almenn sátt um það. Fólk sýndi því skilning að svona plan þurfi að vera til og það er mjög ánægt með að það hafi verið farið  í þessa vinnu,” segir hann.

„Fólk hefur áhyggjur af þessum stutta viðbragðstíma sem er frá gosi og þangað til mögulegt flóð getur látið á sér kræla. Það eru mjög eðlilegar áhyggjur en það sem við viljum hnykkja á oft og reglulega að með neyðarrýmingarplanið, það eru allar líkur á því og allt sem segir okkur í sjálfu sér, bæði varðandi söguna og jarðfræði almennt, að við eigum að fá fyrirvara,” segir hann og nefnir jarðskjálfta sem dæmi.

Að sögn Rögnvalds er verið að setja upp fleiri mæla sem eiga að mæla jarðskjálftavirkni í kringum Öræfajökul. Veðurstofa Íslands hefur einnig óskað eftir fjárveitingu fyrir fleiri mælum. Vöktun svæðisins mun því aukast verulega frá því sem verið hefur.

Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan verður áfram með vakt á svæðinu og hún verður tengiliður við íbúana. Jafnvel mun lögreglan heimsækja hvern bæ á svæðinu til að fara yfir málin með fólkinu.

Ábendingar komu fram á fundinum í kvöld um að símasamband væri gloppótt sums staðar. Það er eitt af því Póst- og fjarskiptastofnun er að skoða. Rögnvaldur segir að rafræna könnunin muni hjálpa til við sjá hvernig sambandið er á mismunandi stöðum.

Fleiri fundir framundan 

Rögnvaldur segir viðbúið að fleiri fundnir verði haldnir á næstunni. Þegar hefur verið ákveðið að halda tvo fundi, báða með ferðaþjónustuaðilum. Fyrri fundurinn verður í Freysnesi í fyrramálið klukkan 9 og sá síðari á fimmtudaginn í Reykjavík með ferðaþjónustuaðilum sem gera út frá Reykjavík.

mbl.is

Innlent »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...