Mest lesið á mbl.is á árinu sem er að líða

Fréttin um að danska freigátan Triton sigldi í átt að ...
Fréttin um að danska freigátan Triton sigldi í átt að Polar Nanoq var mest lesna frétt ársins.

Af tólf mest lesnu fréttum ársins sem senn er á enda fjölluðu ellefu um hvarf Birnu Brjánsdóttur í janúar. Eina fréttin sem fjallaði ekki um það hræðilega mál snýr að verðlagi í Costco.

Gunnar fór á kostum í London

Janúar og febrúar sneru meira og minna að hvarfi Birnu og rannsókn á málinu. Bardagakappinn Gunnar Nelson stal senunni í mars þar sem hann lumbraði á Alan Jouban á UFC-bardagakvöldi í London.

Gunnar Nelson vann Alan Jouban af öryggi í mars.
Gunnar Nelson vann Alan Jouban af öryggi í mars. Ljósmynd/UFC

„Hver sem er getur lent í þessu“

Flugfreyjan Halldóra Guðjónsdóttir vann hug og hjarta landsmanna í apríl þegar greint var frá því að hún bjargaði lífi þriggja til fjögurra ára gamallar stúlku. Hún var stödd í Primark í Boston þar sem stúlkan var hætt að anda en Halldóra endurlífgaði hana. „Hver sem er getur lent í þessu,“ sagði Halldóra, sem sagði þetta atvik hafa sýnt hversu mikilvægt það er að kunna skyndihjálp.

Halldóra Guðjónsdóttir.
Halldóra Guðjónsdóttir.

Helsta umræðuefnið á kaffistofum víða um land í maí var Costco. Fjórar mest lesnu fréttir mánaðarins voru tengdar versluninni, sem var opnuð í maí.

Mikil örtröð var við verslun Costco þegar hún opnaði í ...
Mikil örtröð var við verslun Costco þegar hún opnaði í vor. mbl.is/Ófeigur

Það vakti talsverða athygli í júní þegar knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen og eiginkona hans, Ragnhildur Sveinsdóttur, skildu. Aðrar fréttir sem voru mikið lesnar tengdust manndrápi í Mosfellsbæ þegar ráðist var að Arnari Jónssyni Aspar og hann lést.

Flýja kuldann í júlí

Léttari fréttir voru vinsælastar í heitasta mánuði ársins; júlí. Mest lesna frétt mánaðarins var einmitt sjóðandi heit en hún var listi yfir heitustu einhleypu konur landsins. Önnur fréttin átti ef til vill ekki alveg við í júlí en hún fjallar um fjölskyldu sem fékk nóg af kuldanum á Fróni og flutti til Kanarí.

Fjölskyldan sagði skilið við kuldann á Íslandi og flutti til ...
Fjölskyldan sagði skilið við kuldann á Íslandi og flutti til Kanarí-eyja. ljósmynd/Siggi Palli

Gamall og góður Íslandsvinur komst í fréttirnar í ágúst en rætt var við Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu. Viðtal við Jóhannes Eggertsson var mest lesið en þar ræddi hann um aðgang að einkamal.is þar sem hann þóttist vera 14 ára stúlka. Hann fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“.

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. AFP

Svali kveður Ísland

Útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns bloggaði um það í september að hann og fjölskylda hans hygðust flytja til Tenerife um áramótin en mikið var smellt á frétt um flutninginn. Frétt um karlmann sem leitaði sér aðstoðar á Landspítalanum eftir að hann varð var við dautt nagdýr í salati sem hann hafði keypt á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu vakti eftirtekt netverja.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakaði í september aðbúnað á veitingastað eftir að ...
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rannsakaði í september aðbúnað á veitingastað eftir að karlmaður sagðist hafa fundið dautt nagdýr í salati sem keypt var þar. Ekkert þykir þó benda til nagdýravanda á staðnum. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti á HM í Rússlandi í október og að vanda hafði fólk mikinn áhuga á því hvað útlendingar hefðu að segja um okkur, sérstaklega þegar vel gengur. Eiginkona Emils Hallfreðssonar landsliðsmanns vakti athygli en hún fastar í 17 klukkustundir á sólarhring.

Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna marki þegar ...
Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna marki þegar Ísland tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Var þitt nafn skráð á meðmælendalista?

Mest lesna fréttin í kosningamánuðinum október sneri að því að fólk gæti kannað hvort nafn þess hefði verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis.

Harmleikurinn í Hrísey, þegar þrjú létust eftir að bíll fór í sjóinn, voru tvær mest lesnu fréttir næstsíðasta mánaðar ársins.

Ungt karldýr dregur fæturna að ruslatunnu til að leita sér ...
Ungt karldýr dregur fæturna að ruslatunnu til að leita sér að æti. Ljósmynd/Úr myndskeiði Pauls Nicklen

Fréttir tengdar metoo-byltingunni voru mikið lesnar í jólamánuðinum. Auk þeirra vakti frétt sem fjallaði um dauðastríð ísbjarnar talsverða athygli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »

Enn brunalykt á skólasetningu

05:30 Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sökum þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslustofum árganganna. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

Í gær, 18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Í gær, 18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »
Súper sól
Súper sól Hólmasel 2, 209 Reykjavík, sími 587 0077...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR STOFUSKÁPUR ( HVÍTLAKKAÐUR) MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41...