Hvern dag tak kvikan katt . . .

Sverri Tómassyni þótti matargerðarlist Íslendinga á miðöldum ekki hafa verið …
Sverri Tómassyni þótti matargerðarlist Íslendinga á miðöldum ekki hafa verið gerð nægjanleg skil. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Dr. Sverrir Tómasson, miðaldafræðingur, veitir lesendum bókmenntalega leiðsögn um venjur og siði forfeðranna við borðhald í bókinni Pipraðir páfuglar – Matargerðarlist Íslendinga á miðöldum.

Í þessari nýúkomnu bók segir frá höfðingjum sem lifðu í vellystingum praktuglega og gerðu vel við sig í fjölskrúðugum mat og drykk á sama tíma og bláfátækur almúginn þurfti að leggja sér til munns bölvað óæti að hans mati.

„Í riddarasagnatextum er þess margsinnis getið að pipraðir páfuglar hafi verið fínustu kræsingarnar sem höfðingjarnir létu bera fram í matarveislum sínum á miðöldum,“ útskýrir hann og giskar á að þessu „ritklifi“ hafi verið ætlað að undirstrika fínheitin og rausnarskap gestgjafanna.

Ennfremur eru í bókinni 23 uppskriftir úr elstu, íslensku uppskriftabókinni, Dyflinnarbókinni, sem jafnframt er lækninga- og heilsuræktarbók.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert