Ekkert óvenjulegt en allt getur gerst

Minniháttar jarðhræringar hafa verið við Öræfajökul að undanförnu.
Minniháttar jarðhræringar hafa verið við Öræfajökul að undanförnu. mbl.is/RAX

Veðurstofa Íslands hefur ekki miklar áhyggjur af jarðhræringum við Öræfajökul að undanförnu og segir að enn sé ekkert í kortunum sem bendi til gosóróa. Jarðskjálfti upp á 3,1 stig mældist við jökulinn seinni partinn í gær.

Nokkrir minni skjálftar fylgdu svo í kjölfarið og samkvæmt skjálftafræðingi urðu nokkrir minni skjálftar við jökulinn í nótt. Þeir voru þó allir um eða undir einu stigi.

„Við fylgjumst bara með en sem stendur er ekkert sem bendir til gosóra. Það getur þó alltaf allt gerst.“

mbl.is