Ekkert óvenjulegt en allt getur gerst

Minniháttar jarðhræringar hafa verið við Öræfajökul að undanförnu.
Minniháttar jarðhræringar hafa verið við Öræfajökul að undanförnu. mbl.is/RAX

Veðurstofa Íslands hefur ekki miklar áhyggjur af jarðhræringum við Öræfajökul að undanförnu og segir að enn sé ekkert í kortunum sem bendi til gosóróa. Jarðskjálfti upp á 3,1 stig mældist við jökulinn seinni partinn í gær.

Nokkrir minni skjálftar fylgdu svo í kjölfarið og samkvæmt skjálftafræðingi urðu nokkrir minni skjálftar við jökulinn í nótt. Þeir voru þó allir um eða undir einu stigi.

„Við fylgjumst bara með en sem stendur er ekkert sem bendir til gosóra. Það getur þó alltaf allt gerst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert