Vongóður um að þingstörfin vinnist betur

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, heilsar forsetahjónunum við þingsetningu í ...
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, heilsar forsetahjónunum við þingsetningu í dag. mbl.is/Hari

„Ég vænti þess að við munum eiga gott og uppbyggilegt samstarf á nýju löggjafarþingi og vona að störf okkar megi verða landi og þjóð til heilla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar hann ávarpaði þingheim við setningu Alþingis í dag. Áður las hann  minningarorð um fyrrverandi alþingismann, Inga Tryggvason, sem lést nýverið.

Steingrímur fór yfir óvenjulegar aðstæður þingstarfa síðastliðin tvö ár. „Þing var ekki sett á árinu 2016 fyrr en í desember og á árinu 2017 var Alþingi sett tvisvar með þriggja mánaða millibili, í september og desember það ár,“ sagði Steingrímur og telur hann því að þingstörfin ættu að vinnast betur og skipulegar nú þegar heilt þing er fram undan.

Aðstoðarmenn þingflokka ráðnir á kjörtímabilinu

Í núgildandi stjórnarsáttmála er lögð sérstök áhersla á að efla Alþingi og sagði Steingrímur það ánægjulegt. „Þessi áhersla hefur endurspeglast bæði í fjárlögum fyrir þetta ár og í fjármálaáætlun. Í samræmi við heimildir fjárlaga ársins verða á næstunni stigin skref til að auka bæði gæði lagasetningar og efla fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis,“ sagði Steingrímur. Í því felst meðal annars ráðning nýrra sérfræðinga sem Steingrímur segir að sé langt komið. „Þá er í fjárlögunum aukið framlag til sérfræðiþjónustu við þingflokka,“ bætti hann við.

Stærstu breytinguna í þessum efnum sem í vændum er segir Steingrímur vera aðstoð við þingflokka. „Ætlunin er að styrkja verulega starf þeirra á þessu kjörtímabili með ráðningu aðstoðarmanna þingflokka þegar á þessu þingi og svo framvegis á næstu tveimur árum.“

Starfsáætlun þingsins ætti að liggja fyrir fyrr

Steingrímur óskaði eftir því í ræðu sinni að starfsáætlun þingsins lægi fyrir fyrr á árinu en á fyrri þingum og lagði hann áherslu á mikilvægi þess að markviss og raunhæf þingmálaskrá ríkisstjórnar væri til staðar fyrir upphaf þingsetningar. „Það er þýðingarmikið að þingmenn geti á grundvelli hennar og vikuáætlana skipulagt störf sín vel.“

Þá minntist Steingrímur á þá nýbreytni sem tekin var upp á þessu ári að forsætisráðherra kemur til samráðsfunda um samskipti Alþingis og Stjórnarráðsins og um þingmálaskrána. Tveir slíkir fundir hafa þegar verið haldnir, sá fyrri í apríl og nú við upphaf þings.

Að loknu ávarpi frestaði forseti Alþingis þingsetningarfundi til klukkan fjögur síðdegis. Þegar fundurinn hefst að nýju verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 verður útbýtt.

Alþingi var sett í dag, 11. september 2018, í 149. ...
Alþingi var sett í dag, 11. september 2018, í 149. sinn. mbl.is/​Hari
mbl.is

Innlent »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

16:10 „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu

16:03 Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015. Meira »

Nemendur umkringdu skólann

15:35 Nemendur Háteigsskóla umkringdu skól­ann í dag og sungu af­mæl­is­söng­inn, en skólinn fagnar hálfrar aldar afmæli á laugardaginn. Með þeim gjörningi voru nemendur og starfsfólk að ramma inn höfuðáherslur skólans; virðing, samvinna og vellíðan. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15:32 Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »

Frávísunarkröfu hafnað

15:21 Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fimm sakborninga af sjö í gagnaversmálinu um að máli þeirra verði vísað frá. Verjendur mannanna töldu að réttindi þeirra hefðu ekki verið virt og að rann­sak­end­ur hefðu beitt ólög­mæt­um aðferðum til að afla sér upp­lýs­inga við rann­sókn­ina. Meira »

Stal 650 kg af humri og keyrði ölvaður

15:16 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann á þrítugsaldri í eins árs fangelsi, þar af ellefu mánuði skilorðsbundna, fyrir að stela 650 kg af humri, auk fleiri brota. Kona sem var samverkamaður hans í öðrum þjófnaði var dæmd í tveggja mánaða fangelsi, þar af annan skilorðsbundinn. Meira »

Snorri fær 3,5 milljónir í bætur

14:45 Hæstiréttur hefur dæmt Akureyrarbæ til að greiða Snorra Óskarssyni 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnar hans sem grunnskólakennara við Brekkuskóla. Bæturnar voru þar með lækkaðar um 3 milljónir króna en Héraðsdómur Norðurlands hafði dæmt Akureyrarbæ til að greiða honum 6,5 milljónir króna. Meira »