Vongóður um að þingstörfin vinnist betur

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, heilsar forsetahjónunum við þingsetningu í ...
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, heilsar forsetahjónunum við þingsetningu í dag. mbl.is/Hari

„Ég vænti þess að við munum eiga gott og uppbyggilegt samstarf á nýju löggjafarþingi og vona að störf okkar megi verða landi og þjóð til heilla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar hann ávarpaði þingheim við setningu Alþingis í dag. Áður las hann  minningarorð um fyrrverandi alþingismann, Inga Tryggvason, sem lést nýverið.

Steingrímur fór yfir óvenjulegar aðstæður þingstarfa síðastliðin tvö ár. „Þing var ekki sett á árinu 2016 fyrr en í desember og á árinu 2017 var Alþingi sett tvisvar með þriggja mánaða millibili, í september og desember það ár,“ sagði Steingrímur og telur hann því að þingstörfin ættu að vinnast betur og skipulegar nú þegar heilt þing er fram undan.

Aðstoðarmenn þingflokka ráðnir á kjörtímabilinu

Í núgildandi stjórnarsáttmála er lögð sérstök áhersla á að efla Alþingi og sagði Steingrímur það ánægjulegt. „Þessi áhersla hefur endurspeglast bæði í fjárlögum fyrir þetta ár og í fjármálaáætlun. Í samræmi við heimildir fjárlaga ársins verða á næstunni stigin skref til að auka bæði gæði lagasetningar og efla fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis,“ sagði Steingrímur. Í því felst meðal annars ráðning nýrra sérfræðinga sem Steingrímur segir að sé langt komið. „Þá er í fjárlögunum aukið framlag til sérfræðiþjónustu við þingflokka,“ bætti hann við.

Stærstu breytinguna í þessum efnum sem í vændum er segir Steingrímur vera aðstoð við þingflokka. „Ætlunin er að styrkja verulega starf þeirra á þessu kjörtímabili með ráðningu aðstoðarmanna þingflokka þegar á þessu þingi og svo framvegis á næstu tveimur árum.“

Starfsáætlun þingsins ætti að liggja fyrir fyrr

Steingrímur óskaði eftir því í ræðu sinni að starfsáætlun þingsins lægi fyrir fyrr á árinu en á fyrri þingum og lagði hann áherslu á mikilvægi þess að markviss og raunhæf þingmálaskrá ríkisstjórnar væri til staðar fyrir upphaf þingsetningar. „Það er þýðingarmikið að þingmenn geti á grundvelli hennar og vikuáætlana skipulagt störf sín vel.“

Þá minntist Steingrímur á þá nýbreytni sem tekin var upp á þessu ári að forsætisráðherra kemur til samráðsfunda um samskipti Alþingis og Stjórnarráðsins og um þingmálaskrána. Tveir slíkir fundir hafa þegar verið haldnir, sá fyrri í apríl og nú við upphaf þings.

Að loknu ávarpi frestaði forseti Alþingis þingsetningarfundi til klukkan fjögur síðdegis. Þegar fundurinn hefst að nýju verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 verður útbýtt.

Alþingi var sett í dag, 11. september 2018, í 149. ...
Alþingi var sett í dag, 11. september 2018, í 149. sinn. mbl.is/​Hari
mbl.is

Innlent »

„Lykilatriði“ skorti hjá ákæruvaldinu

13:24 „Það er ekkert hægt að gera afslátt á sönnunarkröfum þegar verið er að ákæra menn fyrir brot sem geta varðað allt að sex ára fangelsi,“ sagði Jónas Friðrik Jónsson, verjandi Kjartans Jónssonar, fyrrverandi fruminnherja hjá Icelandair Group. Meira »

Litríkur ferill við förðun að baki

12:55 Nú um mánaðamótin lætur Ragna Fossberg af störfum hjá RÚV þar sem hún hefur verið förðunarmeistari í alls 47 ár.  Meira »

„Málið er gríðarlega flókið“

12:26 „Hversu langt getur þetta kerfi gengið í því að níðast á þeim sem verst standa í þessu samfélagi?“ spurði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag og beindi orðum sínum að Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra. Meira »

„Stórfelld og fordæmalaus“ brot

12:06 „Ef það lítur út eins og önd og labbar eins og önd og kvakar eins og önd, þá er það sennilega önd,“ sagði Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari um sönnunargögnin í fordæmalausu máli er varðar innherjasvik hjá Icelandair. Hann telur hæpið eða útilokað að tveir sakborninga fái skilorðsbundna dóma. Meira »

„Deild­ar mein­ing­ar um þessa skýrslu“

12:01 Atvinnuveganefnd tók þjóðhagsleg áhrif hvalveiða fyrir á fundi sínum í morgun og voru Samtök ferðaþjónustunnar, Náttúruverndarsamtök Íslands og Samtök hvalaskoðunarfyrirtækja meðal þeirra sem komu fyrir nefndina. Formaður segir ljóst að mjög skiptar meiningar séu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Meira »

145 þúsund börn rohingja byrja í skóla

11:58 Í byrjun janúar hófu 145 þúsund börn rohingja skólagöngu í námsstöðvum UNICEF í flóttamannabúðunum Cox‘s Bazar í Bangladess. UNICEF greinir frá þessu í dag, í tilefni af alþjóðlegum degi menntunar. Meira »

Ákærður fyrir eldsvoðann á Selfossi

11:54 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara vegna bruna í einbýlishúsi við Kirkjuveg 11 á Selfossi 31. október. Í brunanum lést par og var maðurinn handtekinn á vettvangi. Var hann húsráðandi, en kona sem var gestkomandi var einnig handtekin á staðnum. Meira »

Frítekjumark námslána verði hækkað

11:35 Til stendur að hækka bæði framfærsluviðmið Lánasjóðs íslenskra námsmanna og frítekjumark lánþega við yfirstandandi endurskoðun sjóðsins. Þá sé stefnt að því að lánasjóðurinn greiði út 100% af reiknaðri framfærsluþörf nemenda. Meira »

Hnýtt í Bergþór og Gunnar Braga

11:12 Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar, þau Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hófu ræður sínar undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag með því að hnýta í þá Bergþór Ólason og Gunnar Braga Sveinsson, þingmenn Miðflokksins. Meira »

Ráðgátan virðist vera leyst

10:43 Ráðgátan um uppruna þorsks sem veiddist við Jan Mayen síðasta sumar virðist vera leyst.  Meira »

Innbrotahrina á Kársnesi

10:38 Töluvert hefur verið um innbrot á Kársnesi í Kópavogi að undanförnu og hefur lögregla aukið eftirlit í hverfinu. Meintir innbrotsþjófar hafa leitað inn í hús, bíla og geymslur að nóttu til og um hábjartan dag, að því er fram kemur í frásögnum í Facebook-hópi hverfisins. Meira »

Þarf að lokum að taka afstöðu

10:34 „Þetta er auðvitað mál sem er umdeilt bæði innan sveitarfélagsins, og þar af leiðandi í sveitarstjórninni, og á landsvísu líka. En það liggur fyrir niðurstaða og það er auðvitað það sem fylgir því að sitja í sveitarstjórn eða annars staðar þar sem taka þarf ákvarðanir. Það þarf að lokum að taka afstöðu og bera ábyrgð á henni.“ Meira »

Funda um loftslagsmál í Helsinki

10:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, halda af stað til Helsinki í Finnlandi í dag á fund norrænna forsætisráðherra (N5) og norrænna umhverfisráðherra um loftslagsmál sem fer fram í Helsinki á morgun. Meira »

Riðuveiki greinist í Skagafirði

09:49 Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Álftagerði í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði. Síðast greindist riða á þessu svæði í september síðastliðnum á bænum Vallanesi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Þetta er fyrsta tilfelli riðuveiki sem greinist á árinu en á síðasta ári greindist eitt tilfelli. Meira »

Gunnar og Bergþór aftur á þing

09:45 Þingmenn Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, taka sæti sín að nýju á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingar upptaka af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins á barnum Klaustri 20. nóvember í fyrra. Meira »

Bifreiðin fannst mannlaus í Breiðholti

08:51 Bifreið af gerðinni Land Rover Disco­very, sem stolið var frá Bjarn­ar­stíg í Reykja­vík í aðfaranótt þriðjudags, er komin í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Halda sig við Karítas Mínherfu

08:37 Borgarleikhúsið ætlar að halda sig við nafnið Karítas Mínherfa á einni sögupersónu í söngleiknum Matthildi, sem verður frumsýndur 15. mars. Meira »

Fáséðir dverggoðar dvelja á landinu

08:18 Þrír dverggoðar dvelja nú á landinu. Þeir hafa verið sjaldgæf sjón til þessa á Íslandi og eru þetta 4., 5. og 6. fuglinn af þessari tegund sem sjást hér á landi. Meira »

Fljótamenn óttast óafturkræf spjöll

07:57 Orkusalan, dótturfélag RARIK, vinnur að rannsóknum vegna áforma um Tungudalsvirkjun í Fljótum í Skagafirði en Orkustofnun (OS) gaf út rannsóknarleyfi á síðasta ári. Áformin hafa mætt andstöðu meðal Fljótamanna, sem minnast þess þegar nánast heilli sveit í Stífludal var sökkt vegna Skeiðsfossvirkjunar fyrir rúmum 70 árum. Til varð miðlunarlón sem fékk heitið Stífluvatn. Óttast heimamenn að unnin verði óafturkræf spjöll á náttúrunni. Meira »
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR ÚTSALA er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. ÚTSALA Handskornar kristal...