Mótmæltu við dómsmálaráðuneytið

Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum, sem börðust fyrir kröfum hælisleitenda, …
Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum, sem börðust fyrir kröfum hælisleitenda, fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. Ljósmynd/Eva Björk

Óskað var eftir aðstoð lögreglu við dómsmálaráðuneytið um hádegisbil þegar hópur mótmælenda hafði komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins við Sölvhólsgötu.

Um fámennan hóp var að ræða á vegum Refugees in Iceland og No Borders Iceland að berjast fyr­ir kröf­um hæl­is­leit­enda, líkt og gert hefur verið síðustu vikur, meðal annars á Austurvelli. 

Hafliði Helgason, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins, segir í samtali við mbl.is að allir hafi sinn rétt til að mótmæla. „En það er annað að vera inni í byggingum, þeim var bara vísað út fyrir þröskuldinn,“ segir hann. Hafliði segir að aðgerðir lögreglu hafi farið friðsamlega fram. 

Mótmælendum var vísað út úr anddyri dómsmálaráðuneytisins.
Mótmælendum var vísað út úr anddyri dómsmálaráðuneytisins. Ljósmynd/Eva Björk
Við dómsmálaráðuneytið í hádeginu í dag.
Við dómsmálaráðuneytið í hádeginu í dag. Ljósmynd/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert