Vona það besta en búast ekki við miklu

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í Karphúsinu í dag.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, í Karphúsinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég vona það besta,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, áður en fundur í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins hófst rétt rúmlega hálfellefu í húsnæði ríkissáttasemjara.

Almennt ríkir ekki mikil bjartsýni fyrir fundinn.

Samn­ing­ar fé­lags­manna Blaðamann­fé­lags Íslands hafa verið laus­ir í tíu mánuði. Sjö mánuðir eru síðan kjara­samn­ing­ar voru gerði á al­menn­um markaði. 

Að öllu óbreyttu fer atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun félaga í Blaðamannafélaginu fram á morgun en um væri að ræða fjórar stöðvanir í nóvember.

41 ár er síðan Blaðamanna­fé­lagið efndi síðast til verk­falls­átaka og það var aðeins í annað sinn í meira en 120 ára sögu fé­lags­ins að gripið er til slíks. 

Blaðamannafélagið og útgáfufélagið Birtingur undirrituðu nýjan kjarasamning í gær og mun Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, kynna þann samning í hádeginu. Það er því ljóst að yfirstandandi fundur verður ekki langur.

Tekið skal fram að blaðamaður og flest­ir aðrir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert