Hjálparmiðstöð á Sólvangi lokað

Facebook-síða Rauða krossins

Síðdegis var fjöldahjálparstöðinni í félagsheimilinu Sólvangi á Tjörnesi lokað eftir að rafmagn kom loks á þar en Tjörnesið var án rafmagns í rúma fimm sólarhringa.

Rauði krossinn annaðist fjöldahjálparmiðstöðina þar líkt og víðar um landið undanfarna daga en sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa staðið í ströngu í vikunni. Þau hafa opnað fjöldahjálparstöðvar, veitt sálrænan stuðning, athugað með fólk á bæjum, staðið vaktina víðs vegar um landið og verið tilbúin ef á reyndi. Sjálfboðaliðarnir hafa sinnt störfum sínum af fagmennsku og alúð, segir á Facebook-síðu Rauða krossins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert