Vistir verði fluttar vestur á morgun

Frá Flateyri í dag.
Frá Flateyri í dag. Ljósmynd/Óttar Guðjónsson

Vegna skánandi veðurs ríkir bjartsýni um að það náist að koma vistum á þéttbýliskjarnana á Norðurfjörðum fyrir vestan á morgun.

Þetta segir Hjálmar Björgvinsson hjá almannavörnum og á þar við Ísafjörð, Súðavík, Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík.

Mikið óveður hefur verið á Vestfjörðum undanfarna daga og hefur borið á vöruskorti í verslunum. Snjóflóð féllu svo á Flateyri og í Súgandfirði í gærkvöldi. 

„Þetta er í ferli,“ segir Hjálmar og nefnir að menn séu í samráði við fólk fyrir vestan. Aðspurður segir hann að reynt verði að koma vistum í bæina með flugi eða bílum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert