IKEA lokar

Verslun IKEA lokuð frá miðvikudeginum 24. mars og þar til …
Verslun IKEA lokuð frá miðvikudeginum 24. mars og þar til aðstæður leyfa annað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verslun IKEA í Kauptúni verður lokað frá og með morgundeginum, 24. mars, vegna herts samkomubanns sem tekur gildi á miðnætti. Verslunin verður lokuð þar til aðstæður leyfa annað. 

Versluninni er fyrst og fremst lokað til að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina, að því er segir í tilkynningu. Með þessu vilja forsvarsmenn IKEA á Íslandi fara í einu og öllu að tilmælum yfirvalda. 

Sam­komu­bann tók gildi fyrir viku og IKEA brást við með því að skil­greina sex meg­in­svæði þar sem 100 manns geta verið hverju sinni, 600 manns í heild­ina. Þegar hert samkomubann tekur gildi er miðað við 20 manns hverju sinni. 

Vefverslun IKEA verður áfram opin og er fyllstu varúðar gætt við afgreiðslu pantana. Viðskiptavinir eru hvattir til að leita nánari upplýsinga á vefnum IKEA.is

mbl.is

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir