Gul viðvörun og ekkert ferðaveður

Gular viðvaranir taka gildi snemma í fyrramálið.
Gular viðvaranir taka gildi snemma í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Norðurland eystra, Austurland, Austfirði og Suðausturland og tekur viðvörunin gildi í fyrramálið. Spár gera ráð fyrir norðvestan 18-28 m/s og snjókomu með lélegu skyggni og hættulegum akstursskilyrðum.

Hvassast verður við strendur og vindhraði getur farið í 45 m/s í hviðum. 

Veðurstofan beinir þeim tilmælum til fólks að það verður ekkert ferðaveður.

Veðurspár gera ráð fyrir 13-18 m/s um allt land í kvöld og nótt með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu, en áfram úrkomulítið austanlands. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig á morgun.

Dregur úr úrkomu eftir hádegi, en snýst í vaxandi norðlæga átt annað kvöld með snjókomu á köflum um landið N-vert og ört kólnandi veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert