Fjórar konur í fimm efstu hjá Samfylkingunni

Frá síðasta landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá síðasta landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragna Sigurðardóttir, Kristrún Frostadóttir, Helga Vala Helgadóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson voru fimm atkvæðamestu frambjóðendurnir í framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fór skömmu fyrir jól. 

Fréttablaðið sagði fyrst frá samkvæmt heimildum sínum. Heimildir mbl.is staðfesta þetta.

Ágúst ekki í toppsæti

Ágúst Ólafur Ágústson, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður hlaut ekki eitt toppsætanna í framboðskönnuninni. Ólíklegt verður að teljast að hann verði ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. 

Ekkert í reglum Samfylkingarinnar bannar að tvær konur skipi tvö efstu sæti á framboðslistum en lög flokksins um val á framboðslista taka skýrt á kynjareglum.

Næstu fundur nefndarinnar er um helgina og mögulegt er að lokaniðurstaða geti legið fyrir eftir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert