Ekki búið en lítur betur út

Slökkviliðsmenn að störfum í dag.
Slökkviliðsmenn að störfum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu vonast til að verið sé að ná fyrir endann á gróðureldinum í Heiðmörk sem hefur geisað frá miðjum degi.

„Þetta er ekki búið en þetta lítur betur út,“ segir hann og býst við að slökkviliðið verði með annan fótinn á svæðinu í alla nótt.

Notast við dróna

Notast er við hitamyndavélar á drónum sem elta heita punkta á svæðinu og gera slökkviliðsmönnum auðveldara um vik í myrkrinu að slökkva eldinn.

Um 70 slökkviliðsmenn hafa komið að verkefninu í dag en mest hafa 40 til 50 verið á staðnum hverju sinni. Þar að auki hafa um 50 björgunarsveitarmenn veitt aðstoð í Heiðmörk ásamt lögreglumönnum og fleira fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert