Börnin bjarga nú sterkari pysjustofni

Sílisfugl slær út vængjum.
Sílisfugl slær út vængjum. Ljósmynd/Stefán Geir

Pysjutíminn í Vestmannaeyjum er nú í algleymingi og skemmtun barna þar er að fara út að kvöldlagi og bjarga pysjum sem flögrað hafa úr björgum að ljósunum í bænum, sem villa sýn.

Pysjunum er sleppt mót frelsinu næsta dag, en áður eru þær vegnar og mældar, sem gefur mikilsverðar upplýsingar. Þær benda til að lundastofninn við suðurströndina sé nú að styrkjast, enda meira af sílum í sjónum sem eru mikilvægt æti fuglsins.

„Varpárangur í ár er þokkalegur og pysjurnar eru stórar og pattaralegar. Þær eiga hámarkslífslíkur,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum.

Vísindafólk bendir á að stærð lundastofnsins ráðist einnig af sjávarhita, það er sveiflu milli kulda og hita, en hvort tímabil varir í 35 ár. Þannig hefur hlýskeið verið ráðandi síðan árið 1996, og lundinn hefur gefið eftir á þeim tíma. Nú eru hins vegar vísbendingar um kólnun og sterkari lundastofn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert