Flókið að byggja í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hélt því fram á fundi í gær að bankar hefðu sérstaklega veigrað sér við því að lána til uppbyggingar í Reykjavík og að það kunni að skýra þann íbúðaskort sem nú er í sveitarfélaginu. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ósammála þeirri staðhæfingu og segir aðildarfélög samtakanna frekar vísa til takmarkaðs framboðs lóða frá borginni.

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir það flókið að byggja í Reykjavík og dýrara en gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum. Þar spili til dæmis inn í að í nýjum fjölbýlishúsum fái Reykjavíkurborg tiltekinn fjölda íbúða á sérstökum afsláttarkjörum sem hækki verð annarra íbúða í fjölbýlinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert