Engar tilkynningar um netárásir borist

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Engar tilkynningar hafa borist CERT-IS, netöryggissveit Fjarskiptastofnunar, vegna veik­leika í kóðasafninu “log4j” sem uppgötvaðist fyrir helgi.

„Við höfum engar upplýsingar fengið um að þessi veikleiki hafi verið nýttur til þess að brjótast inn í kerfi. Það sem við höfum séð er að íslenskir innviðir hafa verið skannaðir fyrir þessum veikleika, og nú eru stærstu rekstraraðilarnir búnir að grípa til fyrstu varna og eru að vinna í uppfærslum,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS í samtali við mbl.is.

Guðmundur Arnar Sigmundsson.
Guðmundur Arnar Sigmundsson. Ljósmynd/Póst- og fjarskiptastofnun.

Mikil læti í gær

Veik­leik­an­um hef­ur verið út­hlutað auðkenn­is­núm­er­inu CVE-2021-44228 og fengið ein­kunn­ina 10 sam­kvæmt CVE, sem er gagna­grunn­ur sem held­ur utan um veik­leika og áætl­ar hve hættu­leg­ir þeir eru, að því er seg­ir í viðvör­un­inni.

„Það voru mikil læti út af þessu í gær, en svo höfum við siglt frekar lygnan sjó í dag, allir að uppfæra kerfin og svoleiðis. Á morgun fer maður svo kannski að sjá hvort að það fari að koma tilkynningar frá aðilum sem hafa ekki sinnt þessu um helgina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert