„Virðist engan enda ætla að taka“

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minnisblað sóttvarnalæknis verður tekið til umræðu á ríkisstjórnarfundi í dag. Spurður hvernig aðstæður horfi við ríkisstjórninni segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að þrátt fyrr að staðan sé almennt góð hafi smitunum verið að fjölga og nýja afbrigðið sé greinilega meira smitandi. 

„Ef við horfum á reynsluna, sérstaklega í Danmörku, þá segir það okkur að skynsamlegt sé að fara varlega. Það er í því ljósi sem við förum á þennan ríkisstjórnarfund og tökumst á við þetta verkefni sem virðist engan enda ætla að taka,“ segir Sigurður Ingi. 

Alls greindust 220 smitaðir innanlands í fyrradag en tekin voru 3.845 sýni. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við mbl.is í gær að búast megi við því að smittölur nái upp í 300 á einum degi fyrir jól. Þá lést sjötugur karlmaður á Landspítala á laugardaginn var vegna Covid-19 en alls liggja 11 sjúklingar á Landspítala og er meðalaldur þeirra 64 ár, en tveir eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert