Sólveig og Ólöf talast ekki lengur við

Sólveig Anna (t.v.) og Ólöf Helga (t.h.).
Sólveig Anna (t.v.) og Ólöf Helga (t.h.).

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrverandi formaður Eflingar, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, núverandi varaformaður, talast ekki við. Þetta sagði Ólöf í samtali við Hringbraut. 

Báðar eru þær nú í formannsframboði.

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Sólveig Anna hafi ekki þáð sæti á listanum sem Ólöf Helga leiðir í formannskjöri. Það bauðst henni en Sólveig segir við Fréttablaðið að henni hafi ekki verið boðið efsta sætið. 

Þriðji frambjóðandinn er Guðmundur Baldursson. 

Í samtali við mbl.is í vikunni sagði Ragn­heiður Val­g­arðsdótt­ir, ann­ar trúnaðarmanna starfs­fólks Efl­ing­ar, að allt frá því Sól­veig sagði af sér for­mennsku í lok októ­ber á síðasta ári hafi óviss­an um hvort hún gæfi kost á sér aft­ur eða ekki valdið starfs­fólki kvíða og van­líðan.

Uppfært 8:20: Áður kom fram að Ólöf Helga væri formaður Eflingar en hið rétta er að hún er varaformaður félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert