Veltur tíðar á vegum vestra

Losað um sorpflutningabíl sem fór síðasta föstudag út af veginum …
Losað um sorpflutningabíl sem fór síðasta föstudag út af veginum yfir Hálfdán ofan við Patreksfjörð. Ljósmynd/Sigurður Viggósson

Frá áramótum til dagsins í dag hafa flutningabílar farið alls átta sinnum út af eða oltið af fjallvegunum sem tengja saman byggðarlögin á sunnanverðum Vestfjörðum. Engan hefur sakað en tjón á bílum er stundum talsvert. „Ástandið er engum bjóðandi og úrbóta er þörf. Í vetrarfærð veigrar fólk sér við að aka um þessa vegi,“ segir Sigurður Viggósson, stjórnarformaður Odda hf. á Patreksfirði og formaður Félags atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum. Heimamenn vilja úrbætur og halda í því skyni uppi stöðugum þrýstingi á Vegagerðina og fleiri.

Nokkur óhöpp hafa orðið á Mikladal, milli Paktreksfjarðar og Tálknafjarðar, og eins á Hálfdáni, en svo heitir leiðin milli Tálknafjarðar og Bíldudals.

„Fjallvegirnir hér eru mjóir og undirlag veikt, svo komnar eru holur og bylgjur. Þá eru vegaxlir mjóar svo engu má skeika ef bílstjórar þurfa að víkja út í kant. Kjarni málsins er að vegir þessir eru gerðir miðað við allt aðrar kröfur en nú gilda. Vegna vaxandi umsvifa í atvinnulífinu hér, svo sem í laxeldi, er stöðug umferð stórra flutningabíla. Ástandið á vegunum er farið að standa ýmsum hér fyrir þrifum; svo sem afurðaflutningum og að almenningur fari milli byggða hér sem eru eitt atvinnusvæði,“ segir Sigurður Viggósson. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert