Varað við mikilli hálku – fimm slasaðir vegfarendur

Vetrarríki hefur verið völd undanfarið um land allt og mikil …
Vetrarríki hefur verið völd undanfarið um land allt og mikil hálka fylgt í kjölfarð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við mikilli hálku á götum, gangstéttum og bílastæðum, einkum götum sem eru illa ruddar. 

Fram kemur á heimasíðu Lögreglunnar að í síðustu viku hafi fimm vegfarendur slasast í fjórum umferðaslysum á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tilkynnt um 34 umferðaóhöpp þá vikuna. 

Festi sig við að skauta framhjáföstum bíl 

Tvö umferðarslys urðu á sunnudaginn 20. febrúar. Annað laust fyrir klukkan 10 var bifreið ekið vestur Suðurlandsveg, við Bláfjallaafleggjara, en ökumaður skipti yfir á vinstri akrein vegna bifreiðar fyrir framan sem sat föst í sjó á veginum en þá vildi ekki betur til en ökumaður ók í snjóskafl.

„Bifreiðin nam staðar í skaflinum og festist en tveimur bifreiðum sem var ekið á eftir var ekið aftan á hvor aðra og höfnuðu bifreiðarnar allar þrjár í einum árekstri. Einn ökumannanna var fluttur á slysadeild. Mikill snjór var á veginum, sem hafði dregið í skafla vegna skafrennings og því ófærð á vettvangi,“ segir í lýsingu lögreglunnar.

Síðar um daginn var bifreið ekið norður Lönguhlíð þegar annarri bifreið var ekið vestur Úthlíð, inn á Lönguhlíð og varð árekstur með bifreiðunum. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.

Á mánudaginn var vörubifreið ekið suður Hálsabraut að gatnamótum Dragháls þegar fólksbifreið var ekið austur Dragháls inn á Hálsabraut og varð árekstur með bifreiðunum. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Missti stjórnina í vatnselg

Snemma á laugardaginn var bifreið ekið suður Reykjanesbraut, en undir umferðarbrú Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar missti ökumaður stjórn á bifreiðinni og hafnaði hún á brúarvegg. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Hann kvaðst hafa misst stjórn á bifreiðinni í vatnselg sem var í hjólförum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert