Handtekinn í sumar vegna hótana með skotvopn

Maðurinn mun hafa komið við sögu lögreglu oftar en einu …
Maðurinn mun hafa komið við sögu lögreglu oftar en einu sinni. mbl.is/Eggert

Árásarmaðurinn á Blönduósi var handtekinn í sumar eftir að hafa haft í hótunum með skotvopni, samkvæmt heimildum mbl.is. Manninum var sleppt í kjölfarið.

Þá herma heimildir að maðurinn hafa komið oftar við sögu lögreglu. Vísir.is greindi fyrst frá en heimildir mbl.is herma það sama.

Tveir létust og einn særðist skotárásinni sem átti sér stað í heimahúsi á Blönduósi rétt fyrir klukkan hálfsex í morgun. Árásarmaðurinn var annar hinna látnu. Samkvæmt heimildum mbl.is var hann fyrrverandi starfsmaður þess sem varð fyrir árásinni.

Árásarmaðurinn fannst látinn á vettvangi

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var skotvopni beitt gegn tveimur einstaklingum, annar þeirra lést og hinn særðist. Þá fannst árásarmaðurinn látinn á vettvangi. Tveir eru í haldi lögreglu vegna málsins. Fólkið sem tengist málinu er allt heimafólk.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Rauða krossi Íslands hafa tveir viðbragðshóp­ar með sjálf­boðaliðum sem sér­hæfa sig í áfallaviðbrögðum og sál­rænni skyndi­hjálp verið send­ir á Blönduós. Ann­ars veg­ar er viðbragðshóp­ur frá Skaga­strönd og hins veg­ar frá Ak­ur­eyri.

mbl.is