Gæti skilað Val 2 milljörðum

Nauthólsvegur 79. Byggingarlóðin er fyrir ofan bílastæðið á myndinni. A-reitur …
Nauthólsvegur 79. Byggingarlóðin er fyrir ofan bílastæðið á myndinni. A-reitur er til hægri. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson/Reyjavíkurborg

Knattspyrnufélagið Valur gæti fengið allt að tvo milljarða króna fyrir svonefndan A-reit á Hlíðarenda.

Þetta fullyrðir sérfræðingur sem komið hefur að málum á Hlíðarenda og vísar til fyrri lóðasölu á svæðinu.

Hugmyndir voru um hótelíbúðir á A-reit og svo var rætt um íbúðir fyrir námsmenn. Samkvæmt skipulagi er nú gert ráð fyrir 67 íbúðum en þeim kann að fjölga með nýju skipulagi.

Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri athafnaborgarinnar á skrifstofu borgarstjóra, segir til skoðunar að heimila fleiri íbúðir á A-reit við Hlíðarenda.

Nauthólsvegur 79. Lóðin er á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar.
Nauthólsvegur 79. Lóðin er á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson/Reykjavíkurborg

Gætu hafist á næsta ári

„Valsmenn vilja breyta skipulaginu og draga úr umfangi atvinnuhúsnæðis en fjölga íbúðum. Breyta þyrfti deiliskipulagi en framkvæmdir gætu hafist á næsta ári. Borgin er að vinna að því að fjölga íbúðum,“ segir Óli.

Borgin auglýsir nú til sölu lóð þar við hliðina, Nauthólsveg 79, og mun sú sala veita vísbendingar um hvernig markaðurinn verðmetur svæðið. Óli segir raunhæft að lóðin verði byggingarhæf í haust. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert