Ein líkamsárás og ljótt slys

Hátíðin hefur gengið stórslysalaust fyrir sig að sögn lögreglustjóra í …
Hátíðin hefur gengið stórslysalaust fyrir sig að sögn lögreglustjóra í Vestmanneyjum. Samsett mynd

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmanneyjum, segir gesti Þjóðhátíðar almennt hafa hagað sér vel og að hátíðin hafi gengið stórslysalaust fyrir sig hingað til.

Í samtali við mbl.is segir hann að minnsta kosti eitt líkamsárásarmál á borði lögreglu í tengslum við hátíðina.

Aðspurður kveðst hann ekki vita til þess að kynferðisofbeldismál hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er, en að nokkur minniháttar fíkniefnamál hafi komið upp.

„Þetta hefur verið með rólegra móti hingað til.“

Missti tennur á Hopp-hjóli

Einnig eigi fólk það til að slasa sig í ölvunarástandi og að upp hafi komið ljótt slys í gærkvöldi þegar vegfarandi á Hopp-rafskútu slasaðist, en samkvæmt upplýsingum mbl.is missti viðkomandi nokkrar tennur.

Karl Gauti segir lögregluna þó eiga í góðu samstarfi við Hopp eins og á síðasta ári, en fyrirtækið sjái til þess að rafskúturnar hægi á sér í kring um svæðið og að ekki sé hægt að leggja þeim í dalnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert