Mengað efni geymt við Elliðaárvog

Sævarhöfði.
Sævarhöfði. mbl.is/sisi

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur fallist á beiðni skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá borginni um að mengað jarðvegsefni verði geymt tímabundið á lóð á Sævarhöfða við Elliðaárvog.

Fram kemur í greinargerð verkefnastjóra skipulagsfulltrúa að verkið feli í sér að 63.000 rúmmetrar af uppgröfnu, menguðu jarðvegsefni, sem er þó nógu gott til notkunar á atvinnusvæði, verði geymt á lóð nr. 6-10 við Sævarhöfða. Á lóðinni var um árabil starfsrækt malbikunarstöð og skyld starfsemi.

Jarðvegsefnið verður frá fyrirhuguðu byggingarsvæði við Ártúnshöfða, m.a. Eirhöfða/Eldshöfa, vegna framkvæmda nýrra gatna og bygginga. Í því felst að ekið verður með jarðveginn á lóðina og hann geymdur þar tímabundið þar til hann verður fluttur í nýtingu á stækkuðu atvinnusvæði á Esjumelum. Á þessu svæði á Ártúnshöfða var um árabil atvinnustarfsemi þar sem spilliefni af ýmsum toga voru meðhöndluð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert