Ekki minnst á mögulegt eldgos á vef Bláa lónsins

Borðinn mætir gestum efst á vef lónsins.
Borðinn mætir gestum efst á vef lónsins. Skjáskot/Vefur Bláa lónsins

Athygli er vakin á jarðhræringum á Reykjanesskaga á vef Bláa lónsins, í borða sem mætir vefsíðugestum efst á síðunni. Ekkert er þó minnst á hættuna á yfirvofandi eldgosi, heldur tekið fram að byggingar lónsins séu gerðar til að þola skjálfta.

Með því að smella á borðann eru gestir færðir á undirsíðu þar sem gefnar eru frekari upplýsingar, eins og sjá má á skjáskoti hér að neðan.

Mikið hefur verið rætt síðustu daga um jarðhræringar á Reykjanesskaga og hættuna sem gæti stafað af eldgosi í nágrenni Bláa lónsins.

Upplýsingar sem færðar eru ferðamönnum á ensku.
Upplýsingar sem færðar eru ferðamönnum á ensku. Skjáskot/Vefur Bláa lónsins

Gos líklegast við Illahraunsgíga

Þorvaldur Þórðarson, pró­fess­or í eld­fjalla- og berg­fræði, telur líklegast að gos kæmi upp í grennd við Illahraunsgígja.

Kvikan gæti því komið upp í um kílómetra fjarlægð frá Bláa lóninu.

Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að ekki væri vakin athygli á jarðhræringunum á vef lónsins. Var þar rangt með farið og beðist er velvirðingar á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert