Rangfærslur um orkuleka

Umbrot eru á orkumarkaði.
Umbrot eru á orkumarkaði. mbl.is/Sigurður Bogi

Fullyrðingar Landsvirkjunar um leka á orkumarkaði milli almenna kerfisins og stórnotenda standast ekki skoðun. Því er ekki rétt að orkuskortinn megi rekja til leka milli kerfa.

Þetta segir sérfræðingur sem starfar á raforkumarkaði. Máli sínu til stuðnings vísar hann til umsagna Landsvirkjunar um frumvarp til breytinga á raforkulögum en þar sé bent á meintan leka milli markaða. Landsvirkjun fari fram á neyðarlög til að forgangsraða raforku með þeim rökum að aðilar á markaði séu að leka rafmagni sem ætlað er almenningi til stóriðju.

Ásamt þessu telji umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið sig hafa fullvissu fyrir þessum leka í umsögn sinni til atvinnuveganefndar Alþingis, án þess að það sé rökstutt.

Aðrir hafi dregið úr

Jafnframt vísar sérfræðingurinn í tölur á vef Orkustofnunar um heildarsölu á raforku til stórnotenda á árunum 2019-2022. Séu þær tölur dregnar frá uppgefnum tölum Landsvirkjunar um sölu til stórnotenda megi sjá hversu mikla orku aðrir raforkuframleiðendur seldu stórnotendum á tímabilinu.

Samkvæmt þessum tölum hafi sala til stórnotenda á þessum árum aukist um 547 gígavattstundir en sala Landsvirkjunar aukið sína sölu um 700 gígavattstundir. Af því leiði að aðrir raforkuframleiðendur hafi dregið úr sölu til stórnotenda um 153 gígavattstundir. Þá bendi tölur Orkustofnunar fyrir fyrstu tíu mánuði ársins til óbreyttrar stöðu milli ára.

Samanlagt hreki þetta fullyrðingar um leka frá öðrum söluaðilum á milli almenna kerfisins og stórnotenda.

Enn fremur megi benda á að Landsvirkjun hafi aukið framleiðsluna um 800 gígavattstundir á tímabilinu 2019-2022 eða umfram eigin söluaukningu á tímabilinu.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert