Heimurinn fylgist með Grindavík

Heimurinn hefur frétt af stöðunni hér heima og fylgist með …
Heimurinn hefur frétt af stöðunni hér heima og fylgist með þróun eldgossins á Reykjanesskaga. Samsett mynd

Ísland hefur enn og aftur ratað í heimsfréttirnar, þar sem gos hófst í morgun. Augu heimsins eru nú á Grindavík en gosið hófst þar nálægt og hraun rennur í átt að bænum.

Eins og mbl.is greindi fyrst frá er eldgos hafið á Reykjanesskaga í grennd við Grindavík. Gosið hefur ratað í hina ýmsu erlendu miðla. 

The Guradian hefur greint frá gosinu.
The Guradian hefur greint frá gosinu. Skjáskot/Guardian

Umfjöllun um víða veröld

Franska fréttaveitan AFP og breska dagblaðið Guardian greina frá því að gosið sé hið fimmta á tveimur árum, en ekki tæplega þremur eins og réttara er.

Breska ríkisútvarpið heldur uppi beinni lýsingu af atburðum hérlendis.

Danska ríkisútvarpið greinir einnig frá því að upptakastaður gossins sé í grennd við Grindavík en segir aftur á móti að bærinn hafi þegar verið rýmdur í gær. Bærinn var aftur á móti ekki rýmdur fyrr en upp úr kl. 4 í nótt.

Arabíski miðillinn Al Arabiya hefur einnig greint frá gosinu. Times of Malta greinir einnig frá.

Norska ríkisútvarpið hefur skrifað um gosið og grennd þess við …
Norska ríkisútvarpið hefur skrifað um gosið og grennd þess við Grindavík. Skjáskot/NRK

„Fiskibærinn“ Grindavík

„Ef eldsumbrotin halda áfram, er Grindavík í hættu,“ segir í fyrirsögn norska ríkisútvarpsins.

Vestanhafs greinir sjónvarpsstöðin CNN frá því að eldgos sé hafið nálægt „fiskibænum“ Grindavík. Dagblaðið New York Times greinir einnig frá því að gosið hafi hafist í kjölfar skjálftahrinu.

Spænska dagblaðið El País hefur einnig greint frá gosinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert