Breyta tönkum í menningarhús

Vonast er eftir að hægt verði að taka tankana í …
Vonast er eftir að hægt verði að taka tankana í gagnið í sumar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hlutu styrk að fjárhæð kr. 15.000.000 til að ráðast í framkvæmdir á lýsistönkunum á Raufarhöfn.

„Tilgangur verkefnisins er að gefa gömlum byggingum á Raufarhöfn hlutverk, efla menningarlíf, laða að nýtt fólk og ferðamenn,“ segir Nanna Steina Höskuldsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE á Raufarhöfn, í samtali við Morgunblaðið.

Tankarnir voru byggðir 1938 til 1940 og er sambærilega tanka að finna á tveimur öðrum stöðum á landinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert