Veginum um Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu

Súðavíkurhlíð verður lokað klukkan 22 í kvöld vegna snjóflóðahættu.
Súðavíkurhlíð verður lokað klukkan 22 í kvöld vegna snjóflóðahættu. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Veginum um Súðavíkurhlíð verður lokað klukkan 22 í kvöld en þá tekur í gildi hættustig vegna snjóflóðahættu.

Á umferðin.is segir að staðan verði tekin klukkan 7 í fyrramálið. Þá kemur fram að vegirnir um Þröskulda, Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði séu allir ófærir vegna veðurs.

Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi á Siglufjarðarvegi um Almenninga.

Á Austurlandi er ófært um Öxi og lokað er yfir Breiðdalsheiði. Sést hefur til hreindýra við vegi í Álftafirði, Hamarsfirði og Berufirði og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert