Gul viðvörun í fleiri landshlutum

Stór hluti landsins mun finna fyrir veðrinu.
Stór hluti landsins mun finna fyrir veðrinu. Skjaskot/Veðurstofan

Veðurstofa Íslands hefur uppfært gular viðvaranir vegna veðurs. Á Suðausturlandi er þegar gul viðvörun í gildi og verður hún það til klukkan 22 í kvöld.

Á páskadagsmorgun klukkan 6 tekur í gildi gul viðvörun vegna norðaustan hríðar á Ströndum, Norðurlandi og Austurlandi að Glettingi.

Viðvörunin verður í gildi til miðnættis á páskadag. Gul viðvörun tekur í gildi á Austfjörðum klukkan 14 á páskadag og verður sömuleiðis í gildi til miðnættis.

Uppfært klukkan 10.54

Vegagerðin sendi frá sér tilkynningu þar sem varað er við hríðarveðrinu á morgun. Verður það á Norðurlandi, einkun austantil, og mun standa yfir í 6-12 klukkustundir. 

Búast megi við skafrenningi og ófærð, einkum á fjallvegum eins og á Öxnadalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert