Færu ekki sömu leið og Reykjavíkurborg

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bæjarstjórar Akureyrarbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar, Hafnarfjarðarbæjar og Seltjarnarnesbæjar segja að þeir myndu ekki fara sömu leið og Reykjavíkurborg fór í tengslum við samninga borgarinnar við olíufélögin.

Fengu olíufélögin heimild til að reisa íbúðir með samkomulagi við Reykjavíkurborg á lóðum sem félögin leigðu með lóðarleigusamningi.

„Eins og málið blasir við mér virðist Reykjavíkurborg ekki hafa nýtt sér að næstum helmingur lóðarleigusamninga var útrunninn eða við það að renna út. Að mínu mati hefði verið eðlilegra að breyta landnotkun samhliða og endurúthluta lóðunum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Taka stöðuna árið 2029

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segir lóðarleigusamninginn um olíureitinn á Seltjarnarnesi renna út í júní 2029. „Síðan ætlum við bara að taka stöðuna í framhaldi af því. Þar af leiðandi erum við að gera þetta öðruvísi en til að mynda Reykvíkingar,“ segir hann.

„Við erum ekki á sama stað og borgin með okkar plön,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Það liggur fyrir að ein bensínstöð víki á Akureyri að svo stöddu að sögn Ásthildar. Hún víki þó vegna breytinga á skipulagi.

Nánar er fjallað um málið á síðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka