Breyting á stjórn Landverndar

Ný stjórn Landverndar var kjörin á Aðalfundi.
Ný stjórn Landverndar var kjörin á Aðalfundi. Ljósmynd/Aðsend

Breyting var á stjórn Landverndar á aðalfundi í Grafarvogi í gær. Kosið var um fimm af tíu fulltrúum stjórnarinnar. En Þorgerður María Þorbjarnardóttir heldur áfram sem stjórnarformaður.

Aðrir stjórnarmenn:

  • Jóhannes Bjarki Tómasson Urbancic, ritari
  • Gunnlaugur Friðriksson
  • Ásdís Hlökk Theodórsdóttir
  • Guðmundur Steingrímsson
  • Einar Þorleifsson
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir
  • Helga Hvanndal
  • Kristín Vala Ragnarsdóttir
  • Stefán Örn Stefánsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags-, og orkumálaráðherra ávarpaði fundinn, en Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og ráðgjafi Landverndar var aðalgestur fundarins og ræddi orkumál.

Viðurkenning fyrir náttúru- og umhverfisvernd

Snæbjörn Guðmundsson og Christina Macrander hlutu sérstaka viðurkenningu Landverndar í náttúru- og umhverfivernd fyrir störf sín og árangur í umhverfis- og loftslagsmálum.

Snæbjörn var um tíð formaður Landverndar, en veitir nú forystu samtökunum Náttúrugrið sem hafa náð miklum árangri í náttúruvernd á síðustu misserum.

Christina hefur sýnt mikla þrautseigju í loftslagsmálum og tekið þátt í þeim í langa tíma þrátt fyrir ungan aldur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert