Leitaði skjóls hjá lögreglunni

Páfagaukurinn nýtur húsaskjóls hjá lögreglunni, enda ekki hundi sigandi þessa …
Páfagaukurinn nýtur húsaskjóls hjá lögreglunni, enda ekki hundi sigandi þessa stundina. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan fæst við margvísleg störf frá degi til dags, þannig rataði páfagaukur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Skaut lögreglan skjólshúsi yfir hann.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá lögreglunni. Lögreglan hafði í nægu að snúast í dag að því er fram kom í dagbók lögreglu, innbrot, vopnalagabrot og trampólín á ferð á flugi. 

Kannist eigandi við fuglinn er honum bent á að vitja hans í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu 113. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert