Ríkisstjórnin styrkir Rauða krossinn um 7 milljónir

Rauði krossinn
Rauði krossinn mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styrkja Rauða kross Íslands um 7,5 milljónir króna, í tilefni af aldarafmæli félagsins. Styrkurinn er veittur sem viðurkenning fyrir ómetanlegt starf félagsins í þágu samfélags og þjóðar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður árið 1924 og fagnar því 100 ára afmæli í ár.

Undanfarin ár hefur Rauði krossinn tekist á við stór verkefni á sviði almannavarna sem félagið sinnir ásamt Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Þá rak félagið sóttvarnarhús í heimsfaraldrinum og hefur síðustu ár rekið fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, að beiðni stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert