Trampólín byrjuð að fjúka

Trampólín úti á götu.
Trampólín úti á götu. Ljósmynd/Lögreglan

Trampólín eru þegar byrjuð að fjúka á höfuðborgarsvæðinu, eins og kemur fram í facebookfærslu lögreglunnar í morgun.

Gul viðvörun er á höfuðborgarsvæðinu og hefur fólk verið hvatt til að huga að lausamunum.

„Við biðjum fólk að gæta að lausum munum utandyra en það er orðið ansi hvasst. Eins og sést á þessari mynd hefur einhver tapað trampólíni nú þegar sem getur skapað öðrum mikla hættu. Biðjum ykkur að fara yfir stöðuna í garðinum og festa það sem þarf að festa,“ segir lögreglan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert