Nokkur veðurtengd útköll í nótt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna veðurs í nótt. 

Í Facebook-færslu slökkviliðsins kemur fram að útköllin bárust vegna auglýsingaskiltis sem var að fjúka utan á verslunarhúsnæði og girðingar sem var að leggjast niður.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að nokkur útköll bárust vegna þakplatna sem voru að losna og trampólína sem voru komin á flakk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert