RÚV greiddi um milljarð króna til verktaka í fyrra

Ríkisútvarpið í Efstaleiti.
Ríkisútvarpið í Efstaleiti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildargreiðslur RÚV til verktaka námu 993 milljónum króna í fyrra. Þá fengu 83 verktakar hjá RÚV fimm milljónir króna eða meira í fyrra. Þeir voru til samanburðar samtals 52 árið 2018 og hefur því fjölgað um 60%.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra en tilefnið er umræða um verktakagreiðslur hjá RÚV.

Stefán segir aðspurður að verktakar þurfi ekki leyfi til að sinna öðrum störfum líkt og gildir um fastráðna starfsmenn.

„Verktakar eru eðli máls samkvæmt að sinna afmörkuðum verkefnum hverju sinni. Skýrasta dæmið um það eru t.d. tökumenn, sem starfa jöfnum höndum við framleiðslu á efni hjá öðrum fjölmiðlum og framleiðendum efnis, við gerð kvikmynda, sjónvarpsþátta og svo framvegis.“ 

Kort/mbl.is

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert