Þúsundir ferðamanna nutu blíðunnar á Akureyri

Fólk naut svo sannarlega veðurblíðunnar á Akureyri í dag.
Fólk naut svo sannarlega veðurblíðunnar á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir

Mikill fjöldi fólks var í miðbæ Akureyrar í dag þar sem fólk naut veðurblíðunnar sem verið hefur á Norður- og Austurlandi í dag. Hitinn fór í 21,5 stig á nokkrum stöðum, meðal annars á Húsavík.

Um sjö þúsund ferðamenn voru á Akureyri í dag en tvö skemmtiferðaskip voru við bryggju í bænum og segja má að miðbærinn hafi verið stappfullur af fólki sem naut svo sannarlega góða veðursins.

Fólk var léttklætt í blíðunni á Akureyri í dag.
Fólk var léttklætt í blíðunni á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert