Hafgolan nær sér á strik á Norðausturlandi

Frá Sjóböðunum á Húsavík.
Frá Sjóböðunum á Húsavík. mbl.is/Hafþór

Í dag verður suðaustanátt, 3-10 m/s skýjað og sums staðar lítilsháttar væta eða stöku skúrir en bjart með köflum norðaustanlands.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að þar sem vindur er hægari í dag en í gær er líklegt að hafgolan nái sér á strik á Norðausturlandi.

Hitatölur verða því heldur lægri en þó ætti hitinn að ná um og yfir 18 stig þar sem best lætur.

Í öðrum landshlutum verður hitinn á bilinu 8 til 15 stig, svalast þar sem þokulofts gætir við ströndina.

Útlit er fyrir hægari vind á morgun en að öðru leiti svipað veður.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert